Íslandsmeistaramótið í loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 579,5 stig, annar varð Robert Vincent Ryan úr SR með 546,9 stig og þriðji varð Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR með 519,4 stig. Í kvennaflokki sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 586,5 stig og Jórunn Harðardóttir úr SR önnur með 583,1 stig. Einnig voru Íslandsmeistarar í flokkum krýndir. Nánar á úrslitasíðu STÍ, www.sti.is og myndir hérna.
Íslandsmeistarar í loftriffli í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2022-05-08T13:49:44+00:00May 8th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistarar í loftriffli í dag