44.ársþing Skotíþróttasambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal um helgina. Mættir voru um 50 fulltrúar skotíþróttafélaga allsstaðar að af landinu. Samþykktar voru lagabreytingar og kynntar fyrirhugaðar breytingar á reglugerðum sambandsins. Skýrsla stjórnar er aðgengileg hérna. Eins voru samþykktar ályktanir um þjálfaramál, dómaramál og eins áskorun til borgaryfirvalda í Reykjavík um skotvallarmál. Sjórn STÍ var endurkjörin og er nú skipuð Halldóri Axelssyni formanni, Jórunni Harðardóttur varaformanni, Helgu Jóhannsdóttur ritara, Guðmundi Kristni Gíslasyni gjaldkera, Ómari Erni Jónssyni meðstjórnanda, Kristvini Ómari Jónssyni og Kjartani Friðrikssyni sem eru varamenn. Þingforseti var Jón S. Ólason fyrrverandi formaður STÍ. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ ávarpaði þingið.
SKOTÞING 2022 haldið í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2022-04-13T11:30:48+00:00April 2nd, 2022|Uncategorized|Comments Off on SKOTÞING 2022 haldið í dag