Heimsmeistaramótið í kúlugreinunum stendur nú yfir í Kaíró í Egyptalandi. Valur Richter og Jón Þór Sigurðsson keppa í 50m liggjandi riffli (50m Rifle Prone Men) föstudaginn 14.nóvember og hefst keppnin kl. 07:15 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna. UPPFÆRT: Keppni er nú lokið og hafnaði Jón Þór Sigurðsson í 25.sæti með 622,7 stig og Valur Richter í 63.sæti með 613,7 stig. Alls voru keppendur 71 frá 30 löndum.