Nú hafa keppendur okkar lokið keppni á Heimsbikarmótinu á Ítalíu með frábærum árangri. Hákon Þór Svavarsson endaði í 39.sæti með 120 stig (23-24-24-24-25), Jakob Þór Leifsson í 48.sæti einnig með 120 stig (24-24-23-25-24) og Arnór Logi Uzureau í 129.sæti með 114 stig (23-22-23-24-22) og samanlagt bættu þeir Íslandsmetið í liðakeppni með 354 stig en gamla metið var 344 stig. Seinna í dag eru finalar þar sem átta efstu í karla og kvennaflokki eigast við. Hægt er að fylgjast með á YouTube rás ISSF hérna: (114) ISSF – International Shooting Sport Federation – YouTube