Í karlaflokki Hákon Þór Svavarsson (46 ára) úr Skotíþróttafélagi Suðurlands
Hákon keppti á Ólympíuleikunum í París og varð þar í 23.sæti í haglabyssugreininni „SKEET“. Hákon keppti á fjölda erlendra móta á árinu með góðum árangri. Hann varð Íslandsmeistari í lok ágúst og jafnaði þar sitt eigið Íslandsmet í greininni, 122 stig af 125 mögulegum. Hákon er nú í 43.sæti Evrópulistans.
Í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir (56 ára) úr Skotfélagi Reykjavíkur
Jórunn sigraði í keppni með Loftriffli á Reykjavíkurleikunum í vor. Hún varð einnig Íslandsmeistari í þremur greinum á árinu, í keppni með Riffli í þrístöðu, í Frjálsri skammbyssu og auk þess í keppni með Loftskammbyssu. Jórunn bætti eigið Íslandsmet í Loftskammbyssu á RIG-leikunum í janúar, 567 stig. Jórunn er í 76.sæti Evrópulistans.