Skotdeild Keflavíkur hélt Landsmót STÍ á laugardaginn. Keppt var í Loftskammbyssu og Loftriffli. Ítarleg frétt Skotdeildarinnar er hér birt óbreytt og eins er skorblaðið komið á úrslitasíðu STÍ :

Landsmót STÍ í loftgreinum var haldið í loftsal Skotdeildar Keflavíkur sem er í Sundmiðstöðinni á Sunnubrautinni. Það er virkilega gott að hafa svona góða aðstöðu til að stunda loftgreinar og geta haldið mót líkt og þetta. Landsmót Skotíþróttasamband Íslands. Það voru 5 keppendur skráðir frá Skotdeild Keflavíkur, en því miður forfölluðust 2 af þeim.
Við héldum í gamlar hefðir og veittum flokkaverðlaun í hinsta sinn. En breytingar hafa verið á að við séum að veita heildar verðlaun yfir allt skor móta og þá óháð kyni.
Loftskammbyssa:
Björgvin Sigursson keppti í loftskammbyssu fyrir Skotdeild Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og gerði PB(personal best) og skaut 543 stig, og með því skori er hann að skjóta sig úr 2.flokk í 1.flokk. Virkilega gaman að fylgjast með Björgvini og óskum við honum og keppnisliði Skotdeildar Keflavíkur innilega til hamingju. Björgvin var í 3. Sæti yfir allt og hlaut bronsið. Hann var með gull í sínum flokki og fékk silfur í liðakeppninni. Gull, silfur og brons í dag. Með honum í liðakeppninni í Skotdeild Keflavíkur voru Bjarni Sig og Martin Artzberg. En Martin var með gull í sínum flokki og Bjarni með silfur. Vel gert Keflavík.
Jón Þór Sigurðsson Skotíþróttfélagi Kópavogs (SFK) gerði sér lítið fyrir og var með gull í sínum flokki, gull í liðakeppni og gull yfir allt með skor upp á 562 stig. Til hamingju Jón Þór og keppnislið Kópavogs. Bjarki Sigfússon í keppnisliði SFK gerði einnig PB í dag og skoraði 556 stig. Ólafur Egilsson var einnig í keppnisliði SFK. Til hamingju SFK!
3 konur kepptu í Loftskambyssu, Tatjana Jastsuk í SFK með brons og 442 stig í sínu fyrsta móti, Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur (SR) með silfur og 530 stig og svo var Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir í Skotgrund Skotfélagi Snæfellsnes (SSS) tók svo gullið með 535 stig.
Loftrifill:
Einn keppandi keppti í Paralympics flokki og setti Íslandsmet í gær með skor upp á 621.7 stig, en það er Þór Þórhallsson sem keppir fyrir SFK. Til hamingju Þór.
Í Karlaflokki var Guðmundur Helgi SR í fyrsta sæti með 559.5 stig, í öðru sæti var Sigurbjörn Jón Gunnarsson SR með 536.7 stig og svo í þriðja sæti Bjarki Karl Snorrason SR með 517.0 stig.
Í kvennaflokki voru tveir keppendur, Jórunn Harðardóttir SR sem tók gullið með 597.4 stig og hún Aðalheiður Lára úr SSS tók silfrið á 545.8 stigum og skaut sig þá upp um flokk. Til hamingju með það.
Við þökkum öllum sem komu að og aðstoðuðu við mótið og keppendum sem komu og tóku þátt í þessu skemmtilega móti hjá okkur.
Kærar íþrótta og jólakveðjur Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.