Veður var þokkalegt en vindurinn fór mest í ca. 15m í kviðum. Það var svona með svalara móti alla helgina en þó heldur mildara á sunnudeginum. 11 keppendur voru skráðir til leiks frá 4 félögum en einn forfallaðist á föstudagskvöldinu og var því ákveðið að skipta í 2 riðla í staðinn fyrir 3. Skotnir voru 4 hringir á laugardeginum og 2 hringir og final á sunnudeginum. Þrátt fyrir að lognið hafi stundum flýtt sér aðeins meira en góðu hófi gegnir þá eins og svo oft áður voru skorin bara þokkalega. Í unglingaflokki fóru leikar á þá leið að Elyass Kristinn Bouanba skaut 101 dúfu en það er jöfnun á Íslandsmeti unglinga sem sett var 2021, í öðru sæti var Haraldur Holti með 91 dúfu og Sigurður Pétur með 76 dúfur en þessir ungu drengir skjóta allir fyrir Skotfélagið Markviss. Sem lið gerðu þeir einnig gott mót en þeir bættu Íslandsmetið sem þeir 3 settu í september á síðasta ári, fyrra metið var 249 en þeir skutu samanlagt 268 dúfur þessa helgina. Snjólaug M Jónsdóttir frá Skotfélaginu Markviss átti góða daga á vellinum og bætti sitt eigið Íslandsmet frá því í fyrra um 2 dúfur þegar hún skaut 126, en það var jafnframt hæsta skor mótsins. Í karlaflokki varð hlutskarpastur Guðmann Jónasson frá Skotfélaginu Markviss á 118+22, í öðru sæti Ómar Al Lahham frá SÍH á 90+16 og í þriðja sæti frá SFS, Jón Þór Eyjólfsson á 79+13 en hann var að keppa á sínu fyrsta Landsmóti. En 2 nýliðar voru á mótinu um helgina. Lið Skotfélagsins Markviss skipað þeim Guðmanni Jónassyni (118), Stefáni Ólafssyni (81) og Jón Axel Hansson (50) unnu í liðakeppni karla á 249 dúfum. Nánar um skor á úrslitasíðu STÍ hérna.
Landsmót í Norrænu Trappi um helgina
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2023-06-05T08:22:26+00:00June 5th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Norrænu Trappi um helgina