Ítalinn Luciano Rossi var rétt í þessu kjörinn forseti Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF en ríkjandi forseti Rúsinn Vladimir Lisin var einnig í framboði. Leikar fóru svo að Rossi fékk 136 atkvæði en Lisin 127. Rossi hafði einnig tilkynnt að Þjóðverjinn Willi Grill verði framkvæmdastjóri ef hann hlyti kosningu. Ljóst er að þetta mun hafa töluverðar breytingar í för með sér hjá ISSF ef það gengur eftir sem Rossi lagði áherslu á með framboði sínu. Gagnsæi og samvinna mun aukast verulega og ákvarðanir um hin ýmsu mál munu fara í lýðræðislegri ferla en verið hefur. Nú stendur yfir ársþing ISSF í Egyptalandi og verður jafnframt kosið í hinar ýmsu nefndir sem ISSF heldur úti.
Luciano Rossi kjörinn forseti Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2022-11-30T13:20:40+00:00November 30th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Luciano Rossi kjörinn forseti Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF