Íslandsmeistaramót STÍ í skotfimi með riffli á 50 metrum liggjandi fór fram í Kópavogi í dag. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði í karlaflokki á nýju glæsilegu Íslandsmeti, 627,5 stig. Valur Richter úr SÍ varð annar með 609,7 stig og Ívar Már Valsson úr SÍ þriðji með 607.8 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 609,3 stig, Margrét Alfreðsdóttir úr SÍ varð önnur með 565,7 stig. Óðinn Magnússon úr SKS varð Íslandsmeistari drengja með 547,2 stig, sem jafnframt er Íslandsmet. Í stúlknaflokki varð Viktoría Erla Bjarnarson úr SR Íslandsmeistari með 574,7 stig, Hera Christensen úr SR varð önnur með 565,7 stig og Karen Rós Valsdóttir hlaut bronsið með 550,7 stig. Nánar á úrslitasíðunni
Íslandsmet hjá Jóni Þór í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2022-04-24T09:41:59+00:00April 23rd, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet hjá Jóni Þór í dag