Nú um helgina fór fram á skotsvæði Skotfélagsins Markviss, Arctic Coast
Open mótið í Skeet. Alls voru 10 keppendur skráðir til leiks frá 5 skotfélögum. Uppsetning mótsins var með þeim hætti að eftir 3 umferðir var keppendahópnum skipt í A og B og skotið til úrslita í báðum flokkum.
Þar sem veður á laugardegi var frekar hráslagalegt ákvað mótshaldari að einungis yrðu skotnar 2 umferðir á fyrri keppnisdegi. Hlaut sú ákvörðun jákvæðar undirtektir meðal keppenda.
Önnur nýbreytni var sú að mótshaldari bauð upp á aðila sem sá um dómgæslu á velli, keppendur þurftu því einungis að sinna línuvörslu á mótinu eftir því sem við átti hverju sinni.
Mótið heppnaðist í alla staði vel og er vonandi komið til að vera á þessum tíma árlega þ.e. 3 helgi í júlí.
Úrslit má finna á úrslitasíðunni
Frá Mótanefnd Skotf.Markviss