Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í Þrístöðuriffli fór fram á Ísafirði í dag. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1094 stig, í öðru sæti hafnaði Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1034 stig og í þriðja sæti Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 969 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1077 stig og í öðru sæti Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 968 stig. Í liðakeppninni hlaut sveit Skotfélags Reykjavíkur gullið með 3075 stig og silfrið sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 2732 stig.