Skeet-keppni karla á Heimsmeistaramótinu í S-Kóreu er nú lokið. Alls voru 111 keppendur mættir til leiks og stóðu okkar menn sig ágætlega. Efstur íslensku keppendanna varð Hákon Þór Svavarsson í 37.sæti með 119 stig (22-25-24-24-24), Guðlaugur Bragi Magnússon í 92.sæti með 111 stig (21-21-24-23-22) og Stefán Gísli Örlygsson í 96.sæti með 111 stig (24-23-23-20-21). Í liðakeppninni urðu þeir í 22.sæti en 27 lið voru skráð til leiks.
Skeet keppninni lokið á HM í S-Kóreu
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2018-09-14T07:21:14+00:00September 14th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Skeet keppninni lokið á HM í S-Kóreu