Heimsmeistaramótið í skotfimi stendur nú yfir í Suður Kóreu. Okkar keppendur hófu keppni í dag. Ásgeir Sigurgeirsson keppti í frjálsri skammbyssu og hafnaði í 58.sæti með 531 stig. Jórunn Harðardóttir keppti í loftskammbyssu og endaði í 97.sæti með 540 stig. Jón Þór Sigurðsson keppti í liggjandi keppni í riffli á 50 metra færi og hafnaði í 80.sæti með 613,6.
Bára Einarsdóttir keppti einnig í riffli á 50 metra færi og hafnaði í 57.sæti með 612,5 stig og komst uppúr undanriðlinum. Hún keppir svo í aðalkeppninni á morgun. Allir Íslendingarnir voru töluvert frá sínum besta árangri.