Íslandsmótum frestað
Íslandsmótunum í skammbyssugreinunum sem fara áttu fram um helgina, hefur verið frestað til 12.-13.apríl. Sportbyssan hefst að loknu landsmótinu í Loftskammbyssu á laugardeginum og Grófbyssan að loknu landsmóti í Loftriffli á sunnudeginum.
Jórunn keppir á Evrópumeistaramótinu í loftbyssugreinunum
Jórunn Harðardóttir keppti í loftskammbyssu á Evrópumeistaramótinu í Osijkek í Króatíu í morgun. Skorið hjá henni var 543 stig en þess má geta að Íslandsmetið hennar er 567 stig. Hún hafnaði að lokum í 67.sæti [...]
Keflavík Open í loftgreinunum í dag
Keflavík Open í Loftgreinum var haldið í dag í loftaðstöðu Skotdeildar Keflavíkur á Sunnubrautinni. Keppt var í opnum flokki og í Loftskammbyssu sigraði Jórunn Harðardóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur með 550 stig, í örðu sæti var [...]
Almannaheillafélög – Almannaheillaskrá
Í apríl 2021 voru samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla): Lög 32/2021. ÍSÍ hvetur forystu íþrótta- og ungmennafélaga í landinu til að skrá [...]
SKOTÞING 2025 í lok apríl
Ársþing Skotíþróttasambands Íslands verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, laugardaginn 26.apríl og hefst það kl.11:00. Framboð til setu í stjórn þurfa að berast í síðasta lagi 3 vikum fyrir þing (föstudaginn 4.apríl) en kosið er [...]
Breyting á Íslandsmótinu í Skeet 2025
Af óviðráðanlegum orsökum varð að breyta dagsetningu á Íslandsmótinu í Skeet sem átti að vera dagana 15.-17.ágúst en verður í staðinn 8.-10.ágúst