Landsmót STÍ í skammbyssugreinunum sport og standard um helgina
Um helgina fóru fram tvö Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í skotfimi. Skotíþróttafélag Kópavogs sá um mótahald. Á laugardaginn var keppt í Staðlaðri skammbyssu þar sem Karol Forsztek úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 519 stig, Friðrik Goethe úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð annar með 507 stig og Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur þriðji með 504 stig. Í liðakeppninni [...]















