Helgina 19-21 júlí var Artic coast open haldið á Blönduósi og samhliða því var Norðurlandsmeistaramótið. Norðan áttin réð ríkjum um helgina og frekar blautt var á keppendum. 11 keppendur mættu til leiks. En eins og svo oft áður var skor samt alveg með ágætum, Daníel Logi Heiðarsson SÍH skaut sig upp í meistaraflokk með 117 dúfur, nokkuð var um 24 dúfur í hring og ein 25 sem að Jakob Þ Leifsson SFS skaut. Norðurlandsmeistarar urðu Snjólaug M Jónsdóttir MAV (89) og Guðlaugur Bragi Magnússon SA (105) . Skipt var í A og B flokk eftir fyrri dag, 6 efstu fóru upp í A og 5 keppendur voru í B flokk. Daníel var efstur í A flokk fyrir úrslitin og Snjólaug í B flokk. En nokkuð jafnt var á stigum í báðum flokkum. Það fór svo á þá leið að í B flokk sigraði Snjólaug M Jónsdóttir MAV á 89+42 dúfur, Dagný Hinriksdóttir SR í öðru á 86+34 og Elías M Kristjánsson SKA í þriðja á 84+27 dúfur. Í A flokk var það Arnór Logi Uzureau SÍH sem að sigraði með 116+52, G. Bragi SA með 105+45 og Jakob Þ Leifsson SFS með 103+36. Nánari úrslit má svo finna á úrslitasíðu STÍ.
Norðurlandsmótið á Blönduósi um helgina
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2024-07-22T20:34:49+00:00July 22nd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Norðurlandsmótið á Blönduósi um helgina