Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Egilshöll í dag. Í loftskammbyssu sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 558 stig, Bjarki Sigfússon varð annar með 533 stig og þriðji Björgvin Sigursson úr SK með 511 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 536 stig og Aðaleheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 535 stig. Í unglingaflokki hlaut Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir gullið með 424 stig. Í loftriffli sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR með 576,5 stig, Þórir Kristinsson úr SR varð annar með 572,8 stig og þriðji Róbert V. Ryan úr SR með 551,7 stig. Í kvennaflokki hlaut Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með 583,9 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
Landsmót í loftbyssugreinum í Egilshöll í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2023-01-07T16:07:02+00:00January 7th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í loftbyssugreinum í Egilshöll í dag