Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöll í Reykjavík, bætti Jón Þór Sigurðsson eigið Íslandsmet í 50 metra liggjandi riffli með skori uppá 626,1 stig. Óðinn Magnússon úr SKS setti nýtt Íslandsmet í flokki unglinga með 501,2 stig. Önnur úrslit urðu þau að í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR annar með 613,2 stig og þriðji varð Valur Richter úr SÍ með 613,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Haðrardóttir úr SR með 613,3 stig, Bára Einarsdóttir úr SFK varð önnur með 612,5 stig og Íris Eva Einarsdóttir úr SR þriðja með 584,5 stig. Í stúlknaflokki sigraði Viktoría Erla Bjarnarson úr SR með 564,3 stig og Karen Rós Valsdóttir úr SÍ varð önnur með 504,2 stig. Í liðakeppni karla sigraði sveit SÍ með 1820,4 stig og í kvennaflokki sveit SR með 1762,1 stig. Nánar á úrslitasíðunni og á http.www.sr.is
Íslandsmet á Landsmóti STÍ í Egilshöllinni í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2022-03-05T17:37:24+00:00March 5th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet á Landsmóti STÍ í Egilshöllinni í dag