Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn um helgina. Í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Íslandsmeistari, í kvennaflokki Helga M. Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar, í Unglingaflokki Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar og í liðakeppninni sveit Skotfélags Reykjavíkur. Einnig voru Íslandsmeistarar í hverjum flokki krýndir. Nánar má sjá úrslitin á úrslitasíðu STÍ
Helga og Stefán Íslandsmeistarar í Skeet
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2021-08-08T21:22:29+00:00August 8th, 2021|Mót og úrslit|Comments Off on Helga og Stefán Íslandsmeistarar í Skeet