Jóhannes Frank Jóhannsson varð í gær heimsmeistari í Benchrest í miðkveiktum rifflum í léttum flokki (LV) á samanlögðum árangri 100 og 200 y færi á heimsmeistaramóti í St. Louise þar sem rúmlega 80 bestu keppendur í greininn kepptu. Var hann með meðaltal 0,1995  Aggregate ( LV 100 Yards 0,1728 – LV 200 Yards 0,2262) en þetta er stærð klasa (Grúppu) í tommum og keppt er að því að ná sem minnstum klasa með 5 x 5 skotum.

Keppni með þungum rifflum lýkur í dag þar sem keppt er á 200 yarda færi í þungum rifflum (HV).

Jóhannes lýkur keppni á laugardag en þá fer fram sérstök keppni, Walt Berger, þar sem skotnar verða 5 klasar 10 skota á 200 yördum.

Jóhannes er einnig nýkrýndur Íslandsmeistari í nákvæmnisskotfimi (Benchrest) og óskum við honum til hamingju með þennan framúrskarandi árangur!
Munum við fylgjast með árangri hans áfram á mótinu.
World Benchrest Championship 17

Jóhannes Frank – Mynd úr safni