Stjórnarfundur 29.08.2025 á haldin á Teams kl. 12:00
Mættir eru Halldór Axelsson, Magnús Ragnarsson, Guðmundur Kr. Gíslason og Valur Richter,
Magnús Ragnarsson er fundarritari
Dagsskrá fundar:
- Yfirferð á undanförnum verkefnum og hvað er framundan
- Eignuðumst í fyrsta skipti Evrópumeistara í skotíþróttum og er það gríðarlegt afrek, en jafnframt mikið afrek þvert á íþróttir hér heima. Jón Þór Sigurðsson náði þessum gríðarlega árangri í 300m liggjandi riffli.
- Mikil samskipti hafa verið við ÍSÍ um þetta afrek sem er stórt fyrir STÍ. 300m liggjandi riffill er ekki ólympísk grein, en engu að síður gríðarlega þýðingarmikil.
- Unnið hefur verið af krafti við að sækja um hjá launasjóði ÍSÍ fyrir þá íþróttamenn sem eiga möguleika á að fá styrki úr sjóðnum en það eru Jón Þór Sigurðsson og Hákon Þór Svavarsson, Arnór Logi Uzureau og Jakob Þór Leifsson
- Samhliða Evrópumeistaramótinu var fundur ESC ( Evrópska Skotsambandsins) haldin.
- Aðalfundur ESC verður svo haldin í Armeníu og verður STÍ að senda fulltrúa þangað en kosin verður stjórn til 4 ára á fundinum. Formaður mun fara á þann fund.
- Stór mót eru á vegum ISSF á þessu ári eftir, en m.a. er það heimsmeistaramót bæði í hagla og kúlugreinum, mót í haglagreinum á Grikklandi, kúlugreinum í Karíó í Egyptalandi.
- Halldór fór yfir styrk hjá ISSF sem er sérstaklega fyrir minni þjóðir til uppbyggingar sem STÍ getur sótt í. Rætt um hvernig hægt væri að nýta þannig styrk í þágu félaga og afreksmótunar. Um er að ræða styrk allt að 20.000 evrur. Umræður um þetta teknar á næsta fundi en sækja þarf um í sjóðinn og verður að rökstyðja umsóknina
- Magnús kvaðst boða fund með Benchrest nefndinni í næstu viku, þar sem farið yrði yfir mótahaldið en núna eru mótin á tímibilinu að klárast. Einnig var komin fundargerð af aðalfundi WRABF sem verður sett hér undir einnig.
- Önnur mál
- Magnús kvaðst einnig boða fund með þjálfaranefnd, en Sigurður Ingi og Theodór Kjartansson ásamt Magnúsi eru í þeirri nefnd og hefur hún það hlutverk að fara yfir og gera þjálfaranám ISSF að fullgildu námi sem sérgreinahluti þjálfaramenntunar STÍ
- Fram kom að ÍSÍ styður umsögn STÍ varðandi reglugerð um hávaðamengun sem var í samráðsgátt og mun beita sér í því máli þar sem þessi reglugerð getur haft miklar neikvæðar afleiðingar fyrir íþróttastarf í skotíþróttum.
- Rætt um mótanefnd, eru fáir í nefndinni og hugmynd að hafa nefndirnar þrjár, eina fyrir skammbyssu, eina fyrir riffill og eina fyrir haglabyssu, en mikil vinna er við að setja upp mótaskrár. Þetta verði rætt betur og ef eftir atvikum lagt fyrir næsta þing.
- Skotíþróttafélag Vestfjarða hefur óskað eftir fundi með STÍ varðandi vallarmál. Búið að boða fund með þeim á Teams í næstu viku.
Ekki fleira á fundi og fundi slitið kl. 13:00