Stjórnarfundur 13.06.2025 kl. 12:00 haldin á Teams
Mætt eru Halldór Axelsson, Jórunn Harðardóttir, Heiða Lára, Magnús Ragnarsson, Ómar Örn Jónsson, Valur Richter og Guðmundur Kr.
Dagsskrá fundar
- Verkefni framundan
- Farið yfir umsóknir, m.a. launasjóð ÍSÍ. Áhyggjur vegna ríkisstjórnarskipti uppá fjármagn sem fyrri ríkisstjórn lofað
- Rætt um möguleika með launasjóðinn, varðandi þjálfara eða afreksíþróttamenn. Möguleikar eru 25%, 50% og 100%, varðandi þjálfara er gerð krafa um starfandi þjálfara, sem er í starfi nú þegar.
- Styrkir til afreksíþróttamanna eru afrekstengdir og gerð krafa um ákveðin árangur á listum. Einnig er þetta ætlað yngri keppendum. Farið yfir hverjir gætu komið til greina en ekki eru margir sem uppfylla skilyrði.
- Rætt við tengingar við skólakerfið og íþróttahreyfinguna. Bæði með að veita liðleika varðandi landsliðsfólki.
- Sótt var um hjá Olympik Solitarity, en sótt var um fyrir Hákon Þór, en hann er eini sem uppfyllir skilyrði.
- Stór mót á vegum ISSF sem eru á þessu ári, Heimsbikarmót í Lonato, Ítalíu (Haglagreinar) , Evrópumeistaramótið í Frakklandi ( Allar greinar nema loft), Heimsmeistaramót í Grikklandi ( Haglagreinar). Einnig eru mót í 300m og 50m. Settar verða upplýsingar um þessi mót á heimasíðuna, en hægt er að finna mótaskrá ISSF og ESC á sti.is.
- Fyrir Evrópumeistaramótið hefur verið tekin á leigu íbúð, en hótelverð er mjög hátt þarna þegar mótið er. Það verður ætlað íslenska hópnum
- Önnur mál
- Hákon Þór er kominn í 55. lista á heimslista og var að hækka á listanum.
- Erindi kom um álit á drög að nýrri reglugerð um hávaðmengun, stjórn mun fara yfir og skila umsögn.
- Rætt um samning við Icelandair. Samningur ÍSÍ í endurskoðun við Icelandair sem er að renna út, og Halldór búinn að vera að ræða við ÍSÍ með þetta. ÍSÍ vill hafa STÍ með í þessum samningur. Kostnaður fyrir hvern íþróttamann sem tekur byssu með út er rukkaður um rúmar 11.000kr fyrir hverja byssu af Icelandair. STÍ vill fá þetta flokkað eins og annar hefðbundin íþróttafarangur sem fer í odd-size. Þetta muni bara gilda fyrir þá sem eru að fara í keppnisferðir á vegum STÍ. Því verður unnið áfram með ÍSÍ að fá þetta inn í endurskoðaðan samning.
- Rætt um fundarsköp í sumar. Ákveðið að sent verður í fundarboð ef einhver sérstök málefni koma upp í sumar, þar sem margir eru á faraldsfæti og erfitt að hafa fastan tíma alla föstudaga.
- Magnús fer yfir að STÍ er komið með microsoft bussiness pakka í non-profit útgáfu. Stjórnarmenn hafa því aðgang að microsoft tólum til vinnu við stjórnarstörf.
- Magnús fer yfir að búið að er stofna Instragram aðgang STÍ. Er hann samtengdur við facebook síðuna. Instagram reikningurinn er isi_iceland og er áætlað að birta þar “lifandi” efni af mótum, og öðru, og í samstarfi við íþróttamenn sem getað “taggað” STÍ til að áframsenda á STÍ reikninginn.
- Heiða Lára ætlar að koma drögum að tillögu fyrir heimsmeistaramótið í Finnlandi á vegum WRABF – Tillagan fellst í því að hvetja sambandið til að ganga í WADA en ákveðið var hjá stjórn að fulltrúi Íslands muni leggja fram þá tillögu á þinginu.
- Ómar Örn fór yfir norðurlandamótið í Compak sporting. Næsta mót verður eftir tvö ár í Noregi. Rætt um að það þarf að skerpa á því að þessi mót komi inn í gegnum skotsambönd norðurlandana.
- Ákveðið að halda næsta fund 18. júlí, en ef eitthvað kemur upp verður boðað til fundar.
Ekki fleira á fundi og fundi slitið kl. 13:00