Landsmót STÍ í haglabyssugreininni SKEET stendur nú yfir á Akranesi. Eftir fyrri daginn er keppnin mjög jöfn og árangur efstu karla og kvenna ansi góður. Í karlaflokki er Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar efstur með 72 stig og í 2.-3.sæti eru þeir Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness og Guðmundur Pálsson úr Skotfélagi Reykjavíkur báðir með 69 stig. Fast á hæla þeirra eru jafnir Grétar Mar Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar og Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 68 stig. Þar á eftir Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 66 stig og Jakob Þór Leifsson er sjöundi með 65 stig. í liðakeppni karla er staðan hnífjöfn, Skotfélag Akureyrar með 193 stig, Skotfélag Reykjavíkur með 192 stig og í þriðja sæti Skotíþróttafélag Suðurlands með 190 stig. Í kvennaflokki er Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðrulands með 56 stig, Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 55 stig og Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 51 stig. Í unglingaflokki karla er Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 43 stig og Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 37 stig. Á morgun sunnudag hefst keppnin kl. 10:00. Úrslit í kvennaflokki eru svo um kl.14:45 og í karlaflokki kl. 16:00. Nánari staða er hérna
Hörð keppni í Skeet á Akranesi
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2018-07-21T22:05:21+00:00July 21st, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Hörð keppni í Skeet á Akranesi