Aðalkeppninni í Skeet er lokið og var árangur okkar keppenda þokkalegur, efstur var Hákon með 115 af 125 og dugði það honum til að ná lágmarki fyrir Solo keppnina þar sem að í fyrstu útsláttarhrinu atti hann kappi við Jack Fairclough frá Írlandi og sigraði Hákon með yfirburðum. Í næstu hrinu keppti Hákon við Jerzy Baksalary frá Pólandi og tapaði með naumindum. Frábær árangur hjá Hákoni sérstaklega vegna þess að hann fékk mjög erfiða andstæðinga ! Fairclough var fimmti í úrslitum aðalkeppninnar og þriðji inn á 123 og síðan endaði Baksalary sem Evrópumeistari í Solo keppninni. Síðustu keppnisgreininni í Skeet er enn ólokið, en það er Trio keppnin sem er liðakeppni.
Jón Þór Sigurðsson háði hetjulega baráttu við erfiða vinda og hitauppstreymi eins og margir aðrir í 50m. „prone“ keppninni og lauk keppni á skorinu 610,3 og í 46. Sæti. Hann mun þann fyrsta águst síðan keppa í 300m. „prone“. Einnig keppti Jón í staðlaðri skammbyssu sem aukagrein, hann átti frábærar 150 sekúndur í nákvæmnishluta keppninnar en náði sér ekki á strik á 20 og 10 sekúndum, hann lauk keppni á 535 stigum.
Mjög góður andi er í okkar mönnum, munu þeir leggja allt í síðustu keppnirnar og koma vel undirbúnir til leiks á komandi heimsmeistaramótum sem eru síðustu ISSF mót þessa árs.