Evrópumeistarinn Jón Þór Sigurðsson hafnaði í 5.sæti í úrslitakeppni Evrópubikarkeppninnar í Zagreb. Það voru 25 bestu skotmenn Evrópu sem komust í úrslitakeppnina. Skorið var 597 stig og 32x en sigurvegarinn var með 598 stig og 39x. Þeir sem voru í sætum tvö til átta voru allir með 597 stig en innri tíurnar réðu þar úrslitum.
Hann keppti svo í tvenndarkeppni, þar sem Svissneska konan Marta Szabo var með honum í liði og náðu þau silfurverðlaunum í þeirri keppni.