Evrópumeistaramótið (ESC) í öllum útigreinum hefst í dag í Chateauroux í Frakklandi. Við eigum þar þrjá keppendur í haglabyssugreininni SKEET, einn riffilgreinunum 50m og 300m liggjandi sem og í Staðlaðri skammbyssu. Skeet keppnin hefst 25.júlí og er hægt að fylgjast með skorinu hérna. Keppni í 50m liggjandi riffli er 28.júlí, í Staðlaðri skammbyssu 29.júlí og í 300m rifflinum 1.ágúst. Keppendur okkar í skeet eru Hákon Þór Svavarsson, Jakob Þór Leifsson og Arnór Logi Uzureau. Jón Þór Sigurðsson keppir svo í hinum þremur greinunum. Halldór Axelsson formaður STÍ er fararstjóri.