Landsmót STÍ í riffilkeppninni 50 metra liggjandi fór fram í Egilshöllinni í dag. Valur Richter úr SÍ sigraði með 621,6 stig, Jórunn Harðardóttir úr SR varð í öðru sæti með 608,6 stig og bronsið vann Leifur Bremnes úr SÍ með 604,5 stig. Í Unglingaflokki sigraði Úlfar Sigurbjarnarson úr SR með 578,7 stig og Karen Rós Valsdóttir úr SÍ hlaut silfrið með 547,1 stig. Sveit SÍ sigraði liðakeppnina með 1.829,4 stig og sveit SR varð önnur með 1.807,6 stig.
Valur sigraði á Landsmóti STÍ í 50 metra liggjandi í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2025-04-05T20:55:17+00:00April 5th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Valur sigraði á Landsmóti STÍ í 50 metra liggjandi í dag