Nú er búið að opna fyrir skráningar á Intershoot loftbyssukeppnina sem fram fer árlega í Haag í Hollandi. Slóð á öll gögn er hérna.
Keppendur fylla út öll skjöl, ganga frá gistingu og flugi en þurfa uppáskrift frá STÍ , að ósk keppnishaldara. STÍ mun síðan sjá um að ganga frá skráningum og koma þeim til keppnishaldara. Mótshaldari sér ekki um að útvega gistingu eða transport að þessu sinni. Eins leggja þeir áherslu á að þetta sé ekki mót fyrir byrjendur eða einsog þeir nefna í gögnunum:
Our organization kindly draws your attention to the fact that all athletes should be able to compete at an international level. We thank you in advance for your cooperation.
Þátttökugjald er €120 eða um kr. 18,000. Skráningar þurfa að berast til Hollands fyrir 5.janúar 2025 þannig að lokakráningar á mótið þurfa að berast STÍ tímanlega og setjum við dagsetninguna 20.desember sem lokaskráningardag til sti@sti.is