Landsmót STÍ í riffilgreinunum fór fram í Digranesi í Kópavogi um helgina. Í 50 m Prone sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 625,6 stig, í öðru sæti Jórunn Harðardóttir úr SR með 607,1 stig og í þriðja sæti Arnfinnur Jónsson úr SFK með 605,6 stig. Karen Rós Valsdóttir hlaut gullið í unglingaflokki með 533,6 stig.
Í 50m Þrístöðu sigraði Leifur Bremnes úr SÍ með 525 stig, Jórunn Harðardóttir varð önnur með 521 stig og Valur Richter úr SÍ varð þriðji með 517 stig.
Nánar má finna úrslit á úrslitasíðunni hérna.