Fyrsta Landsmót sumarsins í haglabyssugreininni skeet fór fram á velli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina. Gunnar Gunnarsson úr SFS sigraði með 109/45 eftir bráðabana við Pétur Gunnarsson sem varð annar með 114/49 og tryggðu þeir sér þar með farseðilinn á smáþjóðaleikana á Möltu í lok þessa mánaðar. Þriðji varð svo Daníel Logi Heiðarsson úr SÍH með 105/37. Nánar á úrslitasíðunni.