Íslandsmeistaramót í Loftriffli og Grófri skammbyssu fóru fram í Egilshöllinni í dag. Í loftriffli kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 590,4 stig og Íris Eva Einarsdóttir hlaut silfrið með 580,6 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 589,4 stig, Þórir Kristinsson annar með 571,3 stig og í þriðja sæti hafnaði Leifur Bremnes úr SÍ með 535,3 stig.
Í Grófu skammbyssunni sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 537 stig, annar varð Karl Kristinsson úr SR með 521 stig og bronsið vann Engilbert Runólfsson úr SR með 457 stig.
Skoða má nánari úrslit og eins hverjir unnu Íslandsmeistaratitil í sínum flokki, á úrslitasíðu STÍ,