Jón Þór Sigurðsson keppti í úrslitum Lapua Cup í borginni Winterthur í Sviss. Hann lenti í vandræðum með skotin en náði samt að komast skammlaust frá mótinu. Jón keppti í riffilgreininni 300 metrum liggjandi og var skorið 570/15x stig. Þess má geta að Íslandsmetið hans sem hann setti á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í júní er 595/25x stig. Nánari úrslit eru hérna.
Jón Þór keppti í úrslitum Lapua Cup í Sviss
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2021-10-07T20:25:24+00:00October 3rd, 2021|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór keppti í úrslitum Lapua Cup í Sviss