Jón Þór Sigurðsson hafnaði í 8.sæti í 50 metra liggjandi riffli á Evrópumeistaramótinu í Bakú í Azerbaijan. Jón komst þarna í úrslit á stórmóti í fyrsta skipti á ferlinum en náði ekki að velgja keppinautum sínum frekar undir uggum. Þess má geta að keppendur voru 68 talsins í þessari grein.