Stjórnarfundur 23.05.2025 kl 12:00 haldinn á Teams
Mætt eru: Halldór Axelsson, Guðmundur Kr. Gíslason, Jórunn Harðardóttir, Magnús Ragnarsson, Heiða Lára, Valur Richter,
- Þing ÍSÍ.
- Halldór fór yfir ÍSÍ þingið ( Íþróttaþing). Nýr forseti ÍSÍ, Willum Þór var kosin með yfirgnæfandi meirihluta. Reifaði fundinn.
- Farið yfir lagabreytingar sem voru gerðar á þinginu. Nokkur stórar breytingar er varðar STÍ. Samræður við framkvæmdastjóra ÍSÍ til að fá þetta á hreint og verður komið á hreint innan skamms og því ótímabært að túlka þetta strax.
- Miklar umræður um þjóðarleikvanga og farið yfir þær umræður. Kom fram hjá Halldóri að búið er að fresta setningu reglna um blýmengun um 15 ár svo það mál er úti í bili.
- Talið að fjármál væru í góðum málum og fjármagn ætti ekki að skerðast á næsta ári og jafnvel að bætast í.
- Góð yfirferð yfir þingið hjá Halldóri
- STÍ þarf að uppfæra lögin í samræmi við ný lög ÍSÍ og eitt af verkefnum ársins.
- Smáþjóðaleikar.
- Undirbúingur hefur verið í gangi varðandi Smáþjóðaleikana á Andorra sem verða haldnir 25. maí til 01.júní
- 5 Keppendur fara fyrir Ísland og keppa í 3 flokkum. Loftriffli kvenna ( Jórunn og Íris Eva) Loftskammbyssa kvenna (Jórunn og Aðalheiður Lára) og svo loftskammbyssu karla ( Jón Þór og Ívar Ragnarsson)
- Flokkstjóri hópsins er Magnús Ragnarsson
- Allt um mótið er hér: Svona verða Smáþjóðaleikarnir
- STÍ hefur komið sér upp Instagram reikningi (sti_iceland) og mun sýna frá leikunum þar.
- Hópurinn fer með leigubíl á undan rútu hópsins til að spara tíma þar sem það tekur aukalegan tíma að skrá inn byssurnar.
- Rætt um að við komum okkur upp eigin keppnisfatnaði.
- Forseti ISSF mun mæta á smáþjóðaleikana, en tilkynning þess efnis barst í morgun.
- Fyrsta Norðurlandamót í sporting í Svíþjóð
- Ómar Örn Jónsson, Jón Valgeirsson, Jónmundur Guðmarsson eru í landsliði, til viðbótar eru Felix Jónsson, Dagnýs Hinriksdóttir, Guðni Þorri Helgason, Kristins Sveinsson, Jóhann Halldórsson samtals 8 manns að fara að keppa.
- Ómar Örn Jónsson verður fararstjóri hópsins
- Mótið er 29.05 – 02.06.
- Samtals eru 238 skráðir á mótið eins og staðan er í dag.
- Önnur mál.
- Kom fram að í Svíþjóð sé vandamál með byssur og flokkar Ísland ekki sem hluta af norðurlöndunum og því þarf sér leyfi til að taka byssur þangað. Sænska skotsambandið hefur tjáð að þetta sé í lögum og ekki í höndum.
Fundi slitið kl. 13:01