Stjórnarfundur 23.05.2025 kl 12:00 haldinn á Teams

Mætt eru: Halldór Axelsson, Guðmundur Kr. Gíslason, Jórunn Harðardóttir, Magnús Ragnarsson, Heiða Lára, Valur Richter,

  1. Þing ÍSÍ.
    1. Halldór fór yfir ÍSÍ þingið ( Íþróttaþing). Nýr forseti ÍSÍ, Willum Þór var kosin með yfirgnæfandi meirihluta. Reifaði fundinn.
    2. Farið yfir lagabreytingar sem voru gerðar á þinginu. Nokkur stórar breytingar er varðar STÍ. Samræður við framkvæmdastjóra ÍSÍ til að fá þetta á hreint og verður komið á hreint innan skamms og því ótímabært að túlka þetta strax.
    3. Miklar umræður um þjóðarleikvanga og farið yfir þær umræður. Kom fram hjá Halldóri að búið er að fresta setningu reglna um blýmengun um 15 ár svo það mál er úti í bili.
    4. Talið að fjármál væru í góðum málum og fjármagn ætti ekki að skerðast á næsta ári og jafnvel að bætast í.
    5. Góð yfirferð yfir þingið hjá Halldóri
    6. STÍ þarf að uppfæra lögin í samræmi við ný lög ÍSÍ og eitt af verkefnum ársins.
  2. Smáþjóðaleikar.
    1. Undirbúingur hefur verið í gangi varðandi Smáþjóðaleikana á Andorra sem verða haldnir 25. maí til 01.júní
    2. 5 Keppendur fara fyrir Ísland og keppa í 3 flokkum. Loftriffli kvenna ( Jórunn og Íris Eva) Loftskammbyssa kvenna (Jórunn og Aðalheiður Lára) og svo loftskammbyssu karla ( Jón Þór og Ívar Ragnarsson)
    3. Flokkstjóri hópsins er Magnús Ragnarsson
    4. Allt um mótið er hér: Svona verða Smáþjóðaleikarnir
    5. STÍ hefur komið sér upp Instagram reikningi (sti_iceland) og mun sýna frá leikunum þar.
    6. Hópurinn fer með leigubíl á undan rútu hópsins til að spara tíma þar sem það tekur aukalegan tíma að skrá inn byssurnar.
    7. Rætt um að við komum okkur upp eigin keppnisfatnaði.
    8. Forseti ISSF mun mæta á smáþjóðaleikana, en tilkynning þess efnis barst í morgun.
  3.  Fyrsta Norðurlandamót í sporting í Svíþjóð
    1. Ómar Örn Jónsson, Jón Valgeirsson, Jónmundur Guðmarsson eru í landsliði, til viðbótar eru Felix Jónsson, Dagnýs Hinriksdóttir, Guðni Þorri Helgason, Kristins Sveinsson, Jóhann Halldórsson samtals 8 manns að fara að keppa.
    2. Ómar Örn Jónsson verður fararstjóri hópsins
    3. Mótið er 29.05 – 02.06.
    4. Samtals eru 238 skráðir á mótið eins og staðan er í dag.
  4. Önnur mál.
    1. Kom fram að í Svíþjóð sé vandamál með byssur og flokkar Ísland ekki sem hluta af norðurlöndunum og því þarf sér leyfi til að taka byssur þangað. Sænska skotsambandið hefur tjáð að þetta sé í lögum og ekki í höndum.

Fundi slitið kl. 13:01