Íslandsmótið í Norrænu Trappi fór fram nú um helgina í blíðskaparveðri. Keppendur frá 4 skotfélögum mættu til leiks. Skotnar vorðu 3 umferðir á laugardegi og 3 auk úrslita á sunnudegi. Eftir fyrri keppnisdag skildu örfáar dúfur að efstu keppendur,og spenna því mikil fyrir seinni keppnisdag. Ekki minnkaði spennan seinni daginn en að loknum 6 umferðum skyldu einungis 3 dúfur að þrjá efstu menn. Efstur á 114 var Svanur Rafnsson ,Skotf.Ólafsfjarðar,annar var Guðmann Jónasson,Skotf.Markviss og þriðji Kristinn Gísli Guðmundsson,Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar. í 4 og 5 sæti komu svo Jón Þór Eyjólfsson Skotíþróttafélagi Suðurlands og Haraldur Holti frá Markviss. Í úrslitum náði Guðmann að komast fram fyrir Svan,skaut 23 dúfur á móti 20 og hampaði því Íslandsmeistaratitli í karlaflokki,3 árið í röð. Í kvennaflokki var einn keppandi, Snjólaug M. Jónsdóttir frá Markviss og var hún með hæsta skor allra keppenda eftir undankeppnina 115 stig. Í unglingaflokki skaut Elyass Kristinn Bouanba (Markviss) 108 dúfur og jafnaði sitt besta skor. Lið Markviss hampaði Íslandsmeistaratitli í liðakeppni á 313 stigum. Heilt yfir voru skor í lægri kantinum en líklega má kenna um keppnisálagi undanfarinna vikna. Nú tekur við stutt hvíld fyrir Norðurlandamót sem fram fer í Karlstad í Svíþjóð dagana 23-24 ágúst,en 5 keppendur frá Skotf.Markviss munu taka þar þátt fyrir Íslands hönd. Nánar á úrslitasíðunni.
Íslandsmótið í Norrænu Trappi á Blönduósi um helgina
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2024-08-12T07:34:17+00:00August 12th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Norrænu Trappi á Blönduósi um helgina