Keppni í loftskammbyssu er nú lokið á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni. Í opnum flokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, með 224,1 stig eftir mjög tvísýna keppni við Maríu Lagou úr Skotíþróttafélagi Kópavogs, með 220,5 stig, sem hlaut silfrið. Í þriðja sæti varð Björgvin Sigurðsson úr Skotdeild Keflavíkur. Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur hlaut gullið í unglingaflokki. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,611 stig (19x), A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1,596 stig (23x) og í þriðja sæti sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1,554 stig (14x). Nánari úrslit á úrslitasíðunni
Jórunn sigraði í loftskammbyssu
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2026-01-26T13:09:37+00:00January 24th, 2026|Mót og úrslit|Comments Off on Jórunn sigraði í loftskammbyssu