Formannafundur STÍ haldin á Teams 11.12.2025 kl. 17:00

Mættir eru: Guðmann Jónsson, Halldór Axelsson, Valur S, Gylfi Sigurðsson +1, Óskar Arnórsson, Óðinn Gíslason, Guðmundur Kr. Gíslaon, Valur Richter, Hákon Svavarsson, Theódór Kjartansson, Bjarni Sigurðsson, Ómar Örn Jónsson,  Hörður Pétursson, Magni, Guðmundur Tryggvi, Haraldur Gunnar Helgason, Leifur Bremnes.

  1. Formaður setur fundinn og fer yfir málin
  2. Formaður byrjar á kynningu á því sem er fyrir íþróttafélögin í boði.
    1. Farið yfir hvernig skipulagt íþróttastarf er fyrirkomið hjá félögunum. Fer yfir sýn STÍ á þessum málum. Mismun milli greina eftir eftir alþjóðasamtökum. Fer yfir hvað er hægt að gera til framtíðar.
    2. Hugmyndin er að vera með námskeið fyrir félögin og aðstoða til að byggja upp innra starf félagana t.d. með námskeiðum, vinnustofum og fræðslu
    3. Anne Grethe Jeppesen í riffillgreinum, Matthias Haan í skammbyssugreinum og  Peter Pack í haglagreinum. Búið er að ræða við þessa aðila sem allir eru tilbúnir að aðstoða STÍ til þessara verkefni
    4. Gylfi Sigurðsson með fyrirspurn um peningamál og mismunandi greinar og hvort að styrkir séu “eyrnamerktir”. Halldór svarar og segir að allir styrkur eru eyrnamerktir fyrir sérstök verkefni. Guðmundur Kr. fer ítarlegar yfir þessi mál. Styrkir ÍSÍ eru yfirleitt mjög skilgreindir og erfitt að nýta þá hvað sem er.  Mótagjöld eru einn af fáum tekjuliðum sem ekki eru “eyrnamerkt” og hafa verið nýttir í t.d. að styðja við Benchrest. Það er mjög skýrt hjá ÍSÍ að styrkir sem þeir veita sérsamböndunum eru skilgreindir fyrirfram, í hvað þeir eiga að fara og einu styrkirnir sem eru svona nokkuð opnir, eru lottótekjur. Aðrir styrkir eru ætlaðir ákveðnum íþróttamönnum, eða sérstökum verkefnum tengdum ákveðnum mótum. ÍSÍ er ólympíusamband og þar er mesta áherslan, þótt greinar sem ekki eru ólympískar fái líka stuðning, þó ekki þann sama og ólympískar. Einnig nefnt að ÍSÍ setur það mjög skýrt fram í reglum sínum að það styðji ekki íþróttasambönd sem ekki eru aðilar að WADA, eða eru hagnaðardrifin eða einkarekin. Það er hinsvegar vilji STÍ að styðja við þær greinar sem eru undir sambandinu og hefur það verið gert, en það eru bara ekki sömu möguleikar á styrkjum til þess utanfrá.
  3. Farið yfir þjálfaramál og stefnu STÍ í þeim málum.
    1. Magnús kynnir þá stefnu sem stjórn hefur tekið. Lagt hefur verið til við ÍSÍ að þjálfaranám hjá ISSF-Academy verði viðurkennt sem sérgreinahluti þjálfaranáms ÍSÍ. Þannig er hægt að opna á það að þjálfarar innan STÍ geti hlotið viðurkennt þjálfaranám eftir stöðlum ÍSÍ. Meðfylgjandi er tillaga STÍ sem send hefur verið á ÍSÍ hér
  4. Farið yfir dómaramál og stefnu STÍ í þeim málum.
    1. Magnús fer yfir stöðuna. Lítið gerst annað en reglur settar 2023. Eftir að útbúa héraðsdómaranámskeið, en það hefur verið í undirbúningi en ekki langt á veg komið.
    2. spurt um hvort STÍ eða félögin greiði dómurum. Það er mótshaldara að sjá um mótahald, og myndu greiðslur til dómara falla þar undir. Mótagjald á að standa undir kostnaði mótshaldara við mótið, og mótshaldara ákveða mótagjöld.
    3. Spurt hvort að íslandsmet eða heimsmet séu viðurkennd án dómara, þar sem ekki eru viðurkenndir dómarar á Íslandi í dag. Farið yfir að ekki er hægt að setja heimsmet nema á Heimsmeistaramóti hjá flestur alþjóðasamböndum. Varðandi Íslandsmet, þá er staðan ekki góð, en í dag eru bara ekki neinir dómarar og allir eru að gera sitt besta. Því mun áfram vera hafður sami háttur á, að á landsmóti eða Íslandsmóti verða met viðurkennd sé mótahald haldið með viðurkenndum hætti og af fagmennsku eins og hefur verið.
  5. Farið fyrir skráningarkerfi STÍ
    1. Magnús kynnir þá vinnu sem er í gangi varðandi gagnagrunn. Glærur af kynningu hér.
    2. Spurt um persónuverndarreglur varðandi gagnagrunnin. Almenna reglan er að með því að taka þátt í móti er íþróttamaður búinn að samþykkja að árangur hans sé birtur opinberlega, og þyrfti hann sérstaklega að óska eftir að þær upplýsingar séu ekki birtar.
  6. Keppnistímabil og keppnisrétur
    1. Samræmt, hefur verið breytt í að það er almannaksár. Það er í samræmi við keppnistímabil alþjóðasambandana.
    2. Þarf að yfirfæra núverandi innitímabil og gera góða yfirfærslu, koma með hugmyndir. Vilji til  breyta sem fyrst; Teddi og Valur vilja byrja sem fyrst, Magnús bendir á að búið er að ákveða Íslandsmót næsta vor. Valur leggur til að það verði tvö íslandsmeistaramót þá á næsta ári. Teddi segir að það er áríðandi þegar við erum með öfluga skotmenn að koma keppnistímabilum í það horf að það sé aðeins eitt og í fylgi erlendu keppnistímabilunum.
  7. Önnur mál
    1. Mangús ræðir fundargerðir á síðunni og hvetur til þess að fólk kynni sér hvað er í gangi hjá sambandinu
    2. Halldór fer yfir styrki ÍSÍ sem búast má við. ÍSÍ hefur samþykkt launastyrkir og afreksstyrki, en einnig eru fleiri styrki sem eru í boði fyrir sérverkefni. Styrkir til STÍ hækkað milli ára sem er mjög gott.
    3. Teddi þakkar fyrir fundin og talar um mikilvægi þess að hafa góða keppnisaðstöðu, m.a. útfrá góðum árangri síðustu misseri, enda lykill í því að okkar besta fólk getur æft sig
    4. Guðmundur Tryggvi spyr út í keppnistímabil og svo styrki fyrir keppendur, hvar sé hægt að nálgast upplýsingar um hvað er í boði og hvaða mót eru á dagsskrá svo félögin geti kynnt sér það.
      1. Halldór svara því og fer yfir lágmörk sem STÍ setur, m.a. til að keppendur geti keppt á Evrópu eða Heimsmeistaramótum.
      2. Magnús fer yfir og bendir á að það er aðildarfélagana að sjá um þjálfun íþróttafólks og hjálpa þeim að ná þeim lágmörkum sem sett eru. Þegar íþróttamenn ná þessum lágmörkum þá taki STÍ við og styðji við íþróttamennina. Það er STÍ að styðja við aðildarfélögin með fræðslu, og aðstoða þau við að efla sitt starf, þjáflun og getu, en það er aðildarfélagana að sjá um að byggja upp íþróttafólkið sitt.
      3. Fram kemur að mikilvægt að STÍ verði í sambandi við félag þess íþróttamanns sem kemst í afrekshóp og fundurinn sammála um að það samtal þarf að eiga sér stað líka.
      4. Rætt um Evrópumót í centerfire og val á það, en það á eftir að útfæra það, m.a. lágmörk tengt því
      5. Spurt út í C leyfi fyrir loftskammbyssur
        1. Magnús Fer yfir það, en þetta er nýtt leyfi og er krafan að vera með A leyfi, og hafa verið virkur í skotíþróttafélagið í 1 ár. Stjórn félagsins staðfestir svo að viðkomandi hafi lokið námskeið í meðferð og notkun á loftskammbyssu og /eða hafa næga þekkingu til þess að geta keppt/æft með öruggum og ábyrgum hætti. Skotíþróttafélag Kópavogs og Skotíþróttafélagið Skyttur hafa verið með 6 vikna námskeið í loftskammbyssu síðasta misseri.

Ekki fleira á fundi. Fundurinn var mjög góður og var fundargestum þakkað fyrir góðan fund. Fundi slitið 18:30