Fundur BR-nefndar haldin á Teams kl. 20:30

Mætt voru: Magnús Ragnarsson, Jón B. Kristjánsson, Heiða Lára, Jóhannes Frank og Jón Ingi Kristjánsson.

Fundardagsskrá:

  1. Tillögur um val á mót
  2. Tillögur um B lágmörk
  3. Tillögur um nýjar skífur hjá WRABF
  4. Önnur mál

Byrjað var á því að ræða lið 2.

Farið var yfir B lágmörk eins og þau hafa verið kynnt nefndinni og koma fram í tillögum um val á mót
Ekki komu athugasemdir við þær og borið undir atkvæði.

Magnús, Jóhannes og Jón Ingi samþykkja, Jón B og Heiða Lára sitja hjá
Samþykkt.

Komu nokkrar umræður milli dagsskráliða, nefndi Jóhannes hvort STÍ myndi gera kröfur á búnað sem keppendur færu með á mót erlendis, til að það væri ekki verið að fara á stórmót með búnað sem ekki væri til þess fallinn að ná árangri með. Magnús sagði það vera erfitt að fylgja því eftir, en með þeim lágmörkum sem væri til staðar, væri líklega verið að sía út líka lélegan búnað, en lágmörkin eru tekin með sömu forsendum og í öðrum greinum.

Jóhannes kom inná dómaramál en taldi þar vanta mikið uppá og almennt um dómgæslu á mótum, eins og í benchrest þar sem blöð eru skoruð. Þar væru keppendur innan um dómara og jafnvel dómara, sem væru keppendur líka. Mangnús nefnir að þetta sé víða svona og m.a. afleiðing af því að fáir fáist til að dæma. Auðvitað væri mikið svigrúm til bætingar.

Jón B. sagði að hans skoðun væri að nýta ætti alltaf öll sæti í boði á mótun, annars myndu aðrar þjóðir nýta þær en það er möguleiki á allt að 9 sætum t.d. í Portúgal á næsta ári. Magnús fór yfir að þegar um HM eða EM væri að ræða þá þurfi að gera meiri kröfur en á önnur mót.

Umræður urðu um BR50 í framhaldi, hvernig valið yrði á þau, þar sem fleiri flokkar væru. Magnús lagði til að þetta yrði tekið fyrir á fundi, en að grunnreglurnar yrðu eins, en á móti þarf að taka afstöðu til þessi hvort að það yrði t.d. lágmark að keppendur væru í “2-gun” eða “3-gun” Lagt til að það verði skoðað betur. Heiða Lára nefndi einnig að liðareglur væru aðrar í BR50 en HC, þar sem einstaklingskeppning væri jafnframt liðakeppni, sambærilegt og í ISSF.

Jón B. bendir á að mögulega hafi miðgildi á heimsmeistaramótinu í Finnlandi verið töluvert lægri heldur en lágmörkin sem sett voru síðast. Það þarf að skoða það.

Rætt um styrktaraðila hjá keppendum á erlendum mótum, og hvort að STÍ hafi verið að afla sér styrktaraðila. Jóhann benti á að bara það að semja við Icelandair myndi hjálpa mikið. Magnús nefnir að það sé í vinnslu hjá Stjórn STÍ.

Dagskrárliður 3

Farið yfir tillögu frá síðasta aðalfundi WRABF í Finnlandi með að breyta 50m skífunum þannig að 25m skífurnar verða notaðar.

Kosið um það, Jóhannes situr hjá þar sem hann þekkir ekki þetta mál. Aðrir samþykkir og samþykkt að Ísland muni kjósa gegn umræddri tillögu.

Dagsskrárliður 1

Þann 20. oktober sendi Magnús eftirfarandi tillögu á nefndina til yfirlestrar: Tillögur BR-nefndar

Um er að ræða tillögur er varða B-lágmörk, hvernig styrkleikalistar raðast, val á keppendum á HM í Portúgal í sumar í HC og breytingatillaga WRABF varðandi skotskífur í BR50.

Umræður voru um tillöguna en engar breytingatillögur komu fram

Kosið um tillögu.

Jón B, Heiða Lára og Jóhannes sitja hjá. Magnús og Jón Ingi samþykkja.
Tillaga samþykkt og verður lögð fyrir stjórn STÍ óbreytt

Önnur mál

Rætt stuttlega um mótaskrá fyrir næsta ár. Það væri ákjósanlegt ef drög að mótaskrá væri tilbún fyrir áramót. Jón B.  sagði sitt félag tilbúið að koma að mótum. Jóhannes spurður út í hvaða væri hægt að halda mörg mót í grúppuskotfimi, hann nefndi að aðeins væru tvö félög á landinu sem gæti haldið slík mót í dag, Skothús og Skaust. Það væri bara hvað væri hægt að koma við.

Varðandi gæði á mati fyrir erlendi mót í grúppuskotfimi, þá þyrfti mörg mót til að meta raunverulega getu. Það stæði til að breyta reglunum eftir næsta heimsmeistaramót í grúppuskotfimi hjá WBSF að gera löndum kleift að senda fleiri keppendur. Samkvæmt núverandi reglurm má bara senda einn keppanda, eða 1 lið ( 4 í liði), en með breytingum mætti senda tvo sem dæmi.

Jón B. óskaði eftir að fá frá stjórn STÍ hvernig stuðningi væri háttað gangvar þeim sem ná A lágmaki og B lágmarki, og taldi eðlilegt að það myndi liggja fyrir í hverju styrkur/stuðningur væri fólgin.

Ekki fleira á fundi og fundið slitið 21:50