Stjórnarfundur á teams kl. 12:00

Mætt eru: Magnús Ragnarsson, Halldór Axelsson, Valur Richter og Ómar Örn Jónsson
Forföll boðuðu: Guðmundur Kr. Gíslason, Jórunn Harðardóttir

Dagsskrá fundar

  1. Nýr heimsmeistari í Bench Rest Jóhannes Frank Jóhannesson.
    1. Stjórn fer yfir árangur Jóhannes Frank á heimsmeistaramóti WBSF sem haldið er í St.Louis í Bandaríkjunum. tæplega 100 manns keppa á mótinu. Jóhannes var í 1. sæti í meðaltali 100 yarda og 200 yarda. Einnig er þetta Íslandsmet á 100 og 200 yarda færum.  Þetta er einn besti árangur Íslendings í skotíþróttum. Hann keppir í dag í HV á 200Y og fáum við að sjá stöðuna á þeim flokki.
    2. Stjórn fer yfir styrki til Jóhannesar og rætt um að styðja þarf við hann, enda hefur hann sýnt að hann er meðað fremstu skotíþróttamönnum á landinu. Verða þessi mál rædd á næsta fundi þar sem framkvæmdastjóri og varaformaður eru ekki viðstödd á fundi.
  2. Skotíþróttir sem sérgrein í námi ÍSÍ.
    1. Lögð fram tillaga til að senda á ÍSÍ.
      1. Tillaga
    2. Á fundi þjálfanefndar var farið yfir þau námskeið sem kæmu til greina. Námskeið á vegum ESC ná ekki þeim tímafjölda sem krafist ef af ÍSÍ sem er 60 klst í sérgreinahluta. D. þjálfaranámskeið á vegum ÍSÍ eru 48 tímar ásamt um 12 tímum í verklegu í sal, og svo þarf að taka WADA námskeið sem ætlað er þjálfurum og afreksíþróttafólki og ætti námið því að uppfylla kröfur ÍSÍ.
      Coaches of High Performance Education Program (English) – Anti-Doping Education and Learning
    3. D og C hluti ISSF er vefnámskeið og sömuleiðis 1. og 2. hluti þjálfaranámskeiðs ÍSÍ.
    4. Rætt um þá sem hafa lokið D réttindi í gamla kerfinu. Taka þarf hvert tilvik fyrir sig. Þjálfarareynsu þurfi að skoða komi slík umsókn inn.
  3. Mótaskrá á vefnum.
    1. 2025-2026 – SKOTÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS
    2. Magnús fer yfir mótaskrá á vefnum en lagið til eftirfarandi breytingar
      1. Að mótagjöld séu birt á vefnum, en þessar upplýsingar hafa ekki verið birtar með fullnægjandi hætti af mótshöldurum. Almenn regla og samkvæmt móta og keppandareglum ÍSÍ eigi að greiða mótagjöld við skráningu. Það hefur ekki tíðkast hjá STÍ. Óþægilegt er að skrá sig mót og hvergi er að finna mótagjald hjá mótshaldara.
        1. Komið inná að mótagjöld, en það er skýrt að mótshaldari ákveður mótagjald og á það að standa undir kostnaði móts. Inn í þessu er keppnisgjald STÍ sem er 2000kr af hverjum keppanda. Það sem eftir stendur á að standa undir rekstrarkostnaði móts, verðlaunapeningia, starfsfólki.
      2. Tímaskráning. Búið að bæta inn byrjunartíma og setja skýringar neðst hvað byrjunartími.
      3. Rætt um hvort ekki þurfi að setja hámarksfjölda á hvert mót. Það var gert í fyrra og sömuleiðis þarf að skýra reglur um hvað skal gera ef fleiri skrá sig komast á mótið. Þarf að skýra t.d. að öll aðildarfélög fái lágmarksfjölda af sætum á hvert mót. Þarf að ræðast betur.
      4. Búið er að bæta við reit fyrir ráslista. Magnús fer yfir að það þurfi að koma fram rás listi með góðum fyrirvara fyrir mót, en oft hefur ráslisti komið seint fram eða jafnvel daginn fyrir mót. Rætt hvort ekki þurfi að setja reglu að skila þurfi ráslista t.d. á þriðjudegi fyrir mót.
      5. Magnús nefnir að hann myndi óska eftir upplýsingum frá mótshöldurum um mótagjald, hámarksfjölda, í hvaða flokkum er keppt ( Fullorðins, unglinga, kvenna, drengja o.f.v.), Kl hvað mótin byrja til að getað gert góða mótaskrá.
  4. Önnur mál.
    1. Mál mótahalds rædd frekar.

Fundi slitið kl. 13:00