Fundur BR-nefndar haldin á Teams kl. 20:00

Mættir eru: Magnús Ragnarsson, Jón Ingi Kristjánsson, Heiða Lára og Jón B. Kristjánsson
Jóhannes Frank boðaði forföll vegna anna.

Fundardagsskrá

  1. Farið yfir mót sumarsins
    1. 3 mót í HC
    2. 2-3 mót í BR50
    3. 1 mót í grúppu
    4. 2 mót í VFS ( eitt eftir)
  2. Ábendingar til mótanefndar fyrir næsta tímabil
    1. BR nenfd bendir á að mikilvægt er að vanda val á keppnisskífum og að skífur séu af góðum gæðum og þarf að koma á framfæri við mótshaldara.
    2. Lagt til við mótshaldara að fylgja reglum um kærutíma, og upplýsa keppendur um kærugjald og kærutíma.
    3. Nefndin telur að keppnistímabilið hafi almennt gengið mjög vel
  3. HM í Finnlandi
    1. Mikil reynsla fekkst á mótinu. Samúel fyrsti unglingurinn sem keppti erlendis á stórmóti í þessari greinn. Einnig keppt í lofti sem var fyrsta mót Íslendinga í þeirri grein.
  4. Farið yfir aðalfund WRABF frá Finnlandi
    1. Vísað í fundargerðina
    2. Sérstaklega rætt um hvort að 50m skífan eigi að verða eins og 25m skífan. Ákveðið var 2023 að þetta yrði rætt og ákveðið í Finnlandi, en svo á fundinum var þetta ekki á dagsskrá. Eftir miklar umræður og ákveðið að aðildarríkin skyldu ræða þetta hjá sér og yrði kosið um þetta á netfundi fyrir jól. Um er að ræða stóra breytingu, þar sem ein skífa myndi vera notuð fyrir allt.
    3. Næsta HM verður í Suður-Afríku 2027 og Valencia á Spáni 2029
  5. Farið yfir næsta HM rimfire WBSF
    1. HM verður haldið 2026. Ennþá er óvissa um hvar það er haldið. Ítalía hefur ekki náð að gera völlinn kláran, og önnur lönd hafa ekki lagt fram ósk um að halda mótið. Portugal er ofarlega á lista en hefur ekki lagt fram beiðni. Þýskaland hefur verið nefnt, en þeir stefna á að halda mótið 2028. Mun BR nefndin fylgjast vel með og upplýsa um mótið um leið og það er staðfest.
  6. Styrkleikalisti WBSF Randkveikt.
    1. Reglan er að fyrstu 3 skífurnar á mótum þar sem eru 6 skífur eru taldar.
    2. Heiða Lára mótmælir að fyrstu 3 séu aðeins taldar og bendir á að það sé eðlilegra að allur skífur séu taldar eða meðaltal af báðum dögum.
    3. Rætt um meðaltalsreikninga, og hvort það séu aðrar leiðir að reikna út, meðaltal af 3 efstu t.d.
  7. Önnur mál
    1. Lagt til við stjórn STÍ að semja við Icelandair varðandi gjald vegna flutninga á byssum.
    2. BR nefnd vill ítreka við STÍ að uppfæra íslandsmet og annað jafnóðum en skort hefur verið þar á.
    3. Rætt um aðgengi að mótaskýrslum. Rætt hvort það væri gott að  hafa þau aðgengilegri á heimasíðunni.
    4. Rætt um skráningar á mót. Hvort hægt væri að skrá sig beint til Stí, í stað þess að skrá sig í gegn um félög. Hafa verið vanhöld á að aðildarfélög hafi skráð þátttakendur.

Fundi slitið 21:55

Styrkleikalisti í HC (WBSF)