Stjórnarfundur STÍ haldin á Teams. Fundur hefst kl. 12:00

Mættir á fund eru: Halldór Axelsson, Heiða Lára, Jórunn Harðardóttir, Valur Richter og Magnús Ragnarsson

Fundardagsskrá:

  1. Bréf til ráðuneytis vegna nýrra reglugerða.
    1. Bréf lagt fram til kynningar sem sent verður á Dómsmálaráðuneyti.
    2. Lagt til að Jórunn, Guðmundur og Magnús myndu sitja fund með ráðuneytinu ef fundarboð berst.
  2. Umsókn um þróunarstyrk ISSF.
    1. Rætt um þróunarstyrk ISSF. Ákveða þarf hvað sótt verður um en rætt um kaup á tækjum og verkfærum fyrir íþróttafélög og styrkir til þjálfaramála félaga. Varðandi verkfæri væru t.d. loftbyssur til að styðja við uppbyggingu íþrótta hjá félögum eða sem styrk, t.d. að selja byssur á hálfvirði til félaga.
    2. Hérna er hlekkur á styrkinn:
      ISSF – International Shooting Sport Federation
    3. Rætt um að mögulega myndi félög sækja um búnað, og STÍ myndi gefa út markmið með styrknum.
    4. Ákveðið að sækja um vegna kaupa á loftbyssum og mun Halldór og Jórunn leiða vinnu við umsókn með stjórn og jafnframt undirbúa umsóknarferli og kynningu fyrir aðildarfélög ef við fáum þennan styrk.
  3. Umfjöllun um Bench Rest.
    1. Ekki náðist fundur nefndarinnar í vikunni. Fundur boðaður í næstu viku.
    2. Drög að styrkleikalista í HC (Hunter Class) lagður fram og verður birtur eftir fund nefndarinnar
    3. Ályktun um val á erlend mót birt, þar sem hún virðist ekki hafa verið birt á fullnægjandi hátt.
      Bókun
  4. Önnur mál.
    1. Magnús fór yfir STEF gjöld – Myndi kosta um 30.000 kr. á ári að tryggja að megi spila tónlist á mótum STÍ. Sérstök gjaldskrá fyrir sérsambönd íþróttahreyfinga. Þar sem skylt er að spila tónlist á Finulum og er gjarnan gert á mótum verður skoðað að ganga frá þessum málum á réttan hátt.
      Íþróttastarf – STEF
    2. Jórunn fór yfir þjálfunarmál með Anna Grete. Anne Grete kemur til landsins 10. oktober og verður með tvo daga. Verður þjálfun fyrir þjálfara og einnig fyrir riffillskyttur sem hafa verið að skjóta standandi. Fyrir riffillskyttur fyrri daginn og fyrir þjálfara seinni daginn. Blanda af fyrirlestrum og verklegum æfingum. Haft hefur verið samband við þá sem hafa verið að þjálfa í riffilgreinum, eins og standandi og þrístöðu varðandi þetta námskeið sem verður 11. -12. oktober.
    3. Jórunn fór yfir mótaskrá. Er á lokametrum í kúlugreinum innanhúss. Drög verða send á stjórn á næstu dögum.

Fundi slitið 13:10