Íslandsmeistaramót Skotíþróttasambands Íslands í haglabyssugreininni “SKEET” fór fram á skotvelli Skotíþróttafélags Suðurlands í samvinnu við Skotfélag Reykjavíkur. Íslandsmeistari karla varð Arnór Logi Uzureau úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 116/54 stig, annar varð Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 111/45 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar með 108/38 stig. Í kvennaflokki varð María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 86/34 stig, önnur varð Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 89/33 stig og bronsið vann Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi með 85/24 stig. Í keppni liða sigraði sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 308 stig, önnur varð sveit Skotíþróttafélags Suðurlands með 295 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Reykjavíkur með 268 stig. Myndir frá mótinu eru hérna.
Arnór Logi og María Rós Íslandsmeistarar í Skeet um helgina
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2025-08-12T18:35:42+00:00August 10th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Arnór Logi og María Rós Íslandsmeistarar í Skeet um helgina