Íslandsmótið í BR50 var haldið á Akureyri um helgina. Þar er keppt með cal.22 rifflum í þremur riffilþyngdarflokkum. Íslandsmeistarar urðu Davíð Bragi Gígja úr SR í þyngsta flokknum, Magnús Sigmundsson úr SFK í létta flokknum og Pétur Már Ólafsson úr SSS í sporter flokknum. Í unglingaflokki voru tveir keppendur og varð Samúel Ingi Jónsson úr MAV meistari í þyngsta og sporter flokknum, og Hólmgeir Örn Jónsson úr SFK í létta flokknum. Nánar um úrslit á úrslitasíðu STÍ og myndir frá mótinu á FB síðu mótshaldara hérna.