Mótaskýrsla Íslandsmót í Norrænu trapi 19.-20. Júlí 2025

11 keppendur frá 3 félögum voru skráðir til leiks en einn forfallaðist að morgni fyrri keppnisdags. Milt og gott veður var alla helgina þó lítið hafi sést til sólar sökum gosmengunar og örlítil rigning var á sunnudagsmorguninn en ekkert sem að hafði áhrif á keppendur. Hæsta skor mótsins átti Snjólaug M Jónsdóttir MAV 123 dúfur en það var einungis 3 dúfum frá núverandi Íslandsmeti í kvennaflokk, Elyass Kristinn Bouanba MAV var með annað hæsta skor mótsins 120 dúfur en það var einnig 3 dúfum frá núverandi Íslandsmeti unglinga. En þau tvö eru Íslandsmeistarar í sínum flokki. Í karlaflokki var keppnin jöfn og spennandi alla helgina milli efstu manna, en það fór svo að Guðmann Jónasson MAV sigraði á 119+22 dúfur, Svanur Rafnsson MAV endaði á 115+18 og Ómar Steinunnarson SFS varð þriðji á 103+18 dúfur. A lið Markviss varð Íslandsmeistari í liðakeppni á 335 dúfum, en því miður datt B liðið út þar sem að einn forfallaðist, en þeir 2 sem eftir voru náðu 222 dúfum. Eftir lok fyrri dags bauð Markviss keppendum og starfsfólki upp á grillveislu og allir fengu vöfflur með rjóma og sultu á sunnudeginum. Markviss vill þakka öllum þeim gestum sem að kíktu á svæðið um helgina fyrir komuna og vonum að sjá sem flesta þar aftur. Starfsfólk mótsins fær sérstakar þakkir en það er ekki hægt að halda svona vel heppnuð mót án þeirra. Nánar á úrslitasíðu STÍ

Myndir og efni: MAV