Keppt var í parakeppni með loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni í dag. Pörin skjóta 30 skotum hvort og hafa til þess 40 mínútur.

Lið Skotfélags Reykjavíkur skipað Jórunni Harðardóttur og Magna Mortensen sigraði með 523 stig. Í öðru sæti varð A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs en það skipuðu Adam Ingi H.Franksson og Tatjana Jastsuk, með 519 stig og í þriðja sæti varð B-sveit Kópavogs, Guðni Sigurbjarnarson og Maria Lagou, með 485 stig..Árangur Skotfélags Reykjavíkur er nýtt Íslandsmet í parakeppni (Mixed Team) Nánari úrslit á úrslitasíðunni