Keppni í loftriffli er nú lokið á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni. Í opnum flokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, með 232,8 stig  eftir harða keppni við Írisi Evu Einarsdóttur úr Skotfélagi Reykjavíkur, með 227,4 stig, sem hlaut silfrið. Í þriðja sæti varð Sigurlína Wium Magnúsdóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur, en hún sigraði einnig unglingaflokkinn en Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur hlaut silfrið. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,639 stig (44x), B-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1,533 stig (26x) og í þriðja sæti sveit Skotfélags Ísafjarðar með 1,048 stig (23x). Þór Þórhallsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs hlaut svo gullið í flokki fatlaðra. Árangur Sigurlínar í úrslitunum er nýtt Íslandsmet unglinga.  Nánari úrslit á úrslitasíðunni