Skotfimi er eins og áður hluti af Reykjavík International Games (RIG) sem fara fram helgina 24.-25. janúar 2026.
Keppt verður í opnum einstaklingsflokki fullorðinna og unglinga í loftskammbyssu og loftriffli. Keppt verður til úrslita í báðum greinum þar sem efstu 8 keppendur í hvorum flokki halda áfram í úrslit. Ef færri en átta keppendur taka þátt í öðrum hvorum flokki áskilur mótsstjórn sér rétt til að halda sameiginlegan úrslitariðil.
Að auki verður keppt í parakeppni í loftskammbyssu (Qualification) þar sem hvert lið er skipað einum karli og einni konu. Hægt er að skrá unglingalið til keppni en einnig geta unglingar tekið þátt sem hluti af fullorðinsliði. Ekki er gerð krafa um að pör komi úr sama félagi.
Staðsetning:
Laugardalshöll salir 2 og 3 á 3. hæð
Dagskrá:
- 24. janúar 2025 09:00-16:00 Loftskammbyssa (AP)
- 25. janúar 2025 09:00-14:00 Loftriffill (AR)
- 25. janúar 2025 14:00-18:00 Loftskammbyssa – parakeppni (AP MIX)
Keppnisæfingar:
- Loftbyssa 23. janúar kl. 19-21
- Loftriffill 24. janúar kl. 16-18
Skráningarfrestur á mótið er 18. janúar og fer skráning fram í gegnum skotfélög keppenda eins og í hefðbundnum mótum Skotíþróttasambandsins.