Loftskammbyssumót Skotdeildar Keflavíkur fór fram í dag og tókst afar vel. Keppt var í einstaklings- og liðakeppni og voru skotin á háu stigi allt mótið.
Í einstaklingskeppninni stóð Björgvin Sigurðsson (Skotdeild Keflavíkur) uppi sem sigurvegari með 548 stig. Bjarki Sigfússon (Skotíþróttafélag Kópavogs – A-lið) varð í öðru sæti með 540 stig og Adam Ingi Höybye Franksson (SÍK – A-lið) hafnaði í þriðja sæti með 530 stig.
Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir (Skotfélag Snæfellsness – Skotgrund) með 528 stig og Bjarni Sigurðsson (Skotdeild Keflavíkur) með 526 stig fylgdu svo fast á eftir. Bjarni náði þar jafnframt glæsilegum áfanga þegar hann skaut sig upp um flokk á mótinu.
Í liðakeppninni varð einnig hörð keppni. Skotdeild Keflavíkur tryggði sér sigur með samanlögðum 1582 stigum, liðið skipaði Björgvin Sigurðsson, Bjarni Sigurðsson og Martin Arztberg.
Vegna forfalla í A-liði Skotíþróttafélags Kópavogs var Guðni Sigurbjarnason kallaður inn sem varamaður í A-ið SFK sem tók silfur með 1548 stigum. Lið SFK-A skipuðu Bjarki Sigfússon, Adam Ingi og Guðni.
Skotdeild Keflavíkur þakkar öllum keppendum, gestum og starfsfólki fyrir frábært og vel heppnað mót og óskar verðlaunahöfum – sem og þeim sem náðu stórum áföngum – innilega til hamingju. Nánar á úrslitasíðu STÍ: