Það var fámennt en góðmennt á Íslandsmótinu í dag og mætti segja að veðrið hafi leikið við okkur svona miðað við árstímann. Það var hæglætis vindur til að byrja með en svo smá saman bætti í vindinn þegar leið á keppnina. Aðallega blés hann af hánorðann og sólin lét einnig á sér kræla þegar leið á keppni sem gerði það erfiðara fyrir að fókusa á sigtin.  Íslandsmeistari árins 2024 er Jón Þór Sigurðsson sem sigraði sannfærandi með 586 stig og 25x-ur. Í öðru sæti var Theodór Kjartansson með 553 stig og 7x-ur. Guðmundur Óskarsson var svo í þriðja sæti með 515 stig og Bjarni Sigurðsson var svo í fjórða sæti með 491 stig. Saman voru þeir svo íslandsmeistarar í liðakeppni með samtals 1559 stig.  Frábær og stórskemmtilegur dagur. Við notuðum nýtt rafrænt kerfi sem skoraði fyrir okkur keppnina. Með tækninni tókst okkur að skjóta riðilinn á mun skemmri tíma en áður þar sem við höfum alltaf þurft að fara út eftir hver 10 skot og skipta um skífur. Frábærir tímar framundan í keppni og æfingum. Nánar á úrslitasíðu STÍ.